Umferðaröngþveiti myndaðist í Tryggvagötu skömmu eftir hádegi í dag, þegar allnokkur fjöldi gesta Airwaves-hátíðarinnar safnaðist saman við holræsi þar sem verið var að vinna að viðhaldi. Fólkið reyndist hafa heyrt samhljóm 20 hestafla steinsagar og miðlungsstórrar loftpressu og talið að þar væri á ferðinni svokallað "off-venue" atriði á hátíðinni.
Gerður var góður rómur að flutningnum og voru viðstaddir sammála um að verkið væri "techno-rómantískt andraunsæi með nýfýsíókratískri skírskotun". baggalutur.is