Ég hef þegar skannað inn fjölmargar bækur. En hvaða bækur er ég að skanna? Hér er um að ræða bækur sem eru komnar úr höfundarétti. En ég hef hingað til lagt áherslu á tvenns konar bækur. Í fyrsta lagi eru bækur sem hafa augljóst menningarlegt gildi. Hómerskviður og Þjóðsögur Jóns Árnasonar eru gott dæmi um þær bækur. Í öðru lagi eru það bækur sem ég tel að gæti höfðað til stráka (svona tíu ára og eldri – þeirra sem lesa lítið sem ekkert en eru líklegir til að eiga t.d. spjaldtölvur). truflun.net