Vísindavefurinn: Hvort á að hafa eitt eða tvö bil á eftir punkti?



Í Handbók um íslensku, frá 2011, er hins vegar fjallað beinlínis um bil á eftir punkti. Bókin er ítarlegt uppsláttar- og yfirlitsrit og í hana skrifuðu margir af helstu fræðimönnum Háskóla Íslands á sviði málvísinda.

Á blaðsíðu 154 í bókinni stendur:
Á eftir punkti í lok málsgreinar er einfalt bil en ekki tvöfalt.

Skýrara gæti þetta ekki verið. Vísindavefurinn veitir sitt leyfi fyrir því að ungir bankastarfsmenn fjölriti þetta svar og dreifi meðal þeirra eldri sem enn þrjóskast við og setja tvö bil á eftir punkti.

visindavefur.is



source permalink