Björn Geir segir að eftir að læknalög voru afnumin árið 2005 og lög um græðara sett séu ekki til nein lög sem nái yfir þykjustulækningar af þessu tagi. Um leið hafi hugtakið skottulækningar verið numið úr lögum. Landlæknir hafi í raun enga lögsögu yfir fólki sem selur óhefðbundnar meðferðir á borð við Zappkit þar sem lög um heilbrigðisstarfsfólk nái ekki yfir það. mbl.is